Leyndardómar stafrænnar markaðssetningar
Thu, 03 Dec
|Stafrænn fundur
Fundur um stafræna markaðssetningu.
![Leyndardómar stafrænnar markaðssetningar](https://static.wixstatic.com/media/a4b471_997e9bf719ff467ca37302f0737b94c1~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_740,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a4b471_997e9bf719ff467ca37302f0737b94c1~mv2.jpg)
![Leyndardómar stafrænnar markaðssetningar](https://static.wixstatic.com/media/a4b471_997e9bf719ff467ca37302f0737b94c1~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_740,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a4b471_997e9bf719ff467ca37302f0737b94c1~mv2.jpg)
Time & Location
03 Dec 2020, 15:00 – 16:30 GMT
Stafrænn fundur
About the Event
Fimmtudaginn 3. desember býður Fjártækniklasinn til stafræns fundar og verður umræðuefnið Leyndardómar stafrænnar markaðssetningar.
Við fáum að heyra frá þremur sérfræðingum í mikilvægi stafrænnar markaðssetningar, sem öll koma að efninu úr mismunandi áttum og frá ólíkum sjónarhornum. Við munum ræða allt frá hvað stafræn markaðssetning er, hvernig má beita henni, hvað á henni er að græða fyrir fyrirtæki af öllum gerðum, og til tæknilegri atriða um hvað mikilvægt sé að hafa í huga í stafrænni markaðssetningu fyrir byrjendur og lengra komna.
Ræðumenn:
- Arndís Thorarensen, eigandi og ráðgjafi hjá Parallel Ráðgjöf
- Arnar Gísli Hinriksson, annar stofnenda Digido
- Hannes Agnarsson Johnson, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá CCP
Ræðumenn munu tala í 10-15 mínútur hver og síðan verður opnað fyrir spurningar í gegnum spjallform.
Fundarstjóri verður Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans, og hann mun miðla spurningum.
Fundurinn fer alfarið fram á netinu, allir geta skráð sig og það kostar ekkert.